11.08.1914
Efri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (1643)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Eiríkur Briem :

Jeg skal játa, að það er vandi að greiða atkvæði um þessar tillögur. Jeg álít að það geti ekki dregist nema til næsta þings, að endanlegar ákvarðanir verði teknar um hælið og að landssjóður taki það að sjer. En til þess tíma er nauðsynlegt að fá viðbót við þann styrk, sem síðasta þing veitti, samkv. þeim upplýsingum sem fram hafa komið. Flutningsmenn brtt. á þskij 468 ljetu í ljósi, að þeir mundu greiða atkvæði á móti frumvarpinu, ef breytingartillagan yrði ekki samþykt. Það er illa farið, ef frumvarpið yrði felt, en það er ekki eins hættulegt, þó breytingartillagan verði samþykt, því ef hælið fær 10 þús. kr., þá held jeg að það hljóti að geta haldið áfram til næsta þings. Það hafa að eins tveir háttv. þingm., hv. þingm. Strandamanna og hv. 6 kgk. lýst yfir því, að þeir muni verða með málinu, hvernig sem fer. Jeg þori því ekki annað en greiða atkvæði með breytingartillögunni, enda álít jeg, að þetta standi ekki á miklu. Jeg sje ekki annað en að á næsta þingi hljóti landssjóður hvort sem. er að taka hælið að sjer.