11.08.1914
Efri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í B-deild Alþingistíðinda. (1647)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Steingr. Jónsson:

Það, sem jeg hefi að segja, er aðeins örstutt athugasemd. Tveir þingmenn hafa borið á mig, að jeg hafi farið með rangt mál, þar sem jeg sagði, að vist á heilsuhælinu væri ódýrari en á öðrum sjúkrahúsum í landinu. Það gjörði þó ekki 6 kgk. (G. B.), sem var á sama máli og jeg.

Jeg hefi sjeð þetta bæði í „privat“- reikningum og sjerstaklega fátækrareikningum, sem gengið hafa gegn um mínar hendur, og verður þetta ekki hrakið.