11.08.1914
Efri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í B-deild Alþingistíðinda. (1649)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Hákon Kristófersson:

Það er undarlegt, að menn eru ekki ákveðnir í þessu máli.

Jeg sje enga ástæðu til að fresta því. Jeg er ákveðinn í því, hvernig jeg greiði atkvæði, og hvort sem það er rjett eða rangt, verður það að vera svo.

Annars er það slæmt, þar sem þingið hefir svo mikið fjallað um þetta mál, þá skuli ekki hafa legið fyrir neinir reikningar um rekstur hælisins. Jeg að minsta kosti hefi ekki átt kost á að sjá þá.

Forseti tók málið út af dagskrá, og var þessari umræðu frestað til næsta fundar.