10.08.1914
Efri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (1676)

82. mál, listaverk Einars Jónssonar

Karl Einarsson:

Þetta frumvarp er seint á ferð (Sig. Stefánsson: Það eru fleiri), sem mun stafa af því, að upphaflega var farið fram á í Nd., að taka af vegafje til Stykkishólmsvegarins, til að gjöra þessa brú, en þetta fórst fyrir af sjerstökum ástæðum.

Deildin áleit ekki fært að taka neitt af því fje.

Jeg vil með leyfi hæstv. forseta leyfa. mjer að lesa upp kafla úr brjefi landsverkfræðings um þetta efni til stjórnarráðsins, dags. 25. júlí 1914:

„Mjer hafa borist ýmsar kvartanir um það, að brúin á Langá í Mýrasýslu sje orðin svo skemd af fúa, að hætta þyki orðin að fara um hana, og hefi jeg látið skoða brúna, og niðurstaðan orðið sú, að kvartanirnar sjeu á talsverðum rökum bygðar,. og því óhjákvæmilegt annaðhvort að framkvæma mikla viðgjörð á brúnni eða endurbyggja hana, í síðasta lagi næsta sumar“.

Svo kemur lýsing á brúnni og skýrt frá því, að Alþingi í fyrra hafi gjört það að bindandi fordæmi við þess háttar brýr, að landssjóður leggi fram 2/3 en viðkomandi sýsla 1/3 af endurbyggingarkostnaðinum þegar steinsteypubrú er gjörð fyrir trjebrú, sem áður var. Og landsverkfræðingurinn segir enn fremur í greindu brjefi sínu :

„Ef brúin á að endurbyggjast næsta sumar, er ekki unt að bíða eftir fjárveitingu frá næsta reglulegu Alþingi, því að undirbúningur, þar með smíði að nokkru leyti, verður að fara fram í vetur, enda virðist það ekki nauðsynlegt, að fá sjerstaka fjárveitingu til þessarar brúar, þar sem fjárveiting er fyrir hendi til Stykkishólmsvegarins, sem brúin liggur á.

En nú hefir þetta verið felt af Nd. Það er áætlað, að brúin kosti 4500 kr. Og með því að verkfræðingur landsins álítur, að annað hvort verði að gjöra brúna af nýju eða framkvæma mikla viðgjörð á henni, og óvíst að hve miklu haldi sá kostnaður kæmi, mun heppilegra að gjöra brúna strax af nýju á næsta sumri. En til þess þarf málið að ganga hjer fram, og vona jeg að deildin lofi því að fá greiðan framgang.