06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 208 í B-deild Alþingistíðinda. (172)

77. mál, notkun bifreiða

Framsögum. (Eggert Pálsson):

Það urðu all-langar umræður um þetta mál í gær. Eg get því lofað því, að verða stuttorður núna. Skal aðeins segja örfá orð út af þeim breyt.till., sem komið hafa fram frá háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) á þskj. 384 og háttv. 1. þm. Rvk. (Sv. B.) á þskj. 385. Breyt.till. á þskj. 384 fer fram á það, að aldurstakmark það, sem sett er fyrir því, að menn megi stjórna bifreið, sé fært úr 18 árum í 21 ár. Eg veit ekki, hvað nefndin álítur um þessa till., því að ekki hefir unnist tími til að ræða hana þar. Fyrir mitt leyti get eg sagt, að eg tel hana harla meinlausa og læt mér á Sama standa, hvort hún er samþykt eða ekki.

Breyt.till. á þskj. 385 fer fram á það, að orðin í 14. gr., 2. liður, falli burt. Eg get hugsað mér, að nefndin kæri sig ekki um, að þessi breyttill. verði samþykt, því að það kom til orða í nefndinni, hvort ekki væri rétt, að breyta 14. gr., en það varð ofan á, að réttast væri að láta hana »passera« eins og hún var í frv. Annars skal eg ekkert fullyrða um þetta. Mér er það ekki kappsmál, en mun þó greiða atkvæði á móti brt., vegna þess, sem á undan var gengið í nefndinni.