07.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (1741)

23. mál, tollalög

Framsm. (Björn Þorláksson):

Mig furðar á því; að hv. þm. Vestm. (K. E.) skuli ekki hafa komið fram með brtt. sina í tæka tíð, þar sem hann þó í gær skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara. Hann hefði þá þegar átt að koma fram með hana. Jeg vil leggja áherslu :i það, að það getur orðið málinu að falli, ef það nú er tekið út af dagskrá.