05.08.1914
Efri deild: 32. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í B-deild Alþingistíðinda. (1788)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Framsögum. (Sigurður Stefánsson):

Jeg get ekki tekið undir með hv. þm. Vestm. (R. E.), að það sje þinginu til skammar, að afgreiða mál þetta að þessu. sinni með rökstuddri dagskrá. Þvert á. móti mun jeg hiklaust greiða atkvæði með henni, eigi síður en jeg gjörði það við 2 umr. Það er engin hætta, þótt málið bíði næsta þings og eins og nú er komið, tek jeg það langhyggilegast og sæmilegast. fyrir þingið. Það verður að taka tillit til þess, hvernig horfurnar eru. Það væri fremur undarlegt afspurnar, ef hægt yrði að segja um þingið 1914, að því hefði sýnst horfurnar svo ískyggilegar, að það hefði stöðvað lögheimilaðar vegabætur og önnur nauðsynleg landsfyrirtæki, og þá. um leið svift marga menn atvinnu, sem. ráðnir höfðu verið í landsins þjónustu til að inna þessi störf af hendi; en að hið sama þing stofnaði svo samtímis nýtt em bætti, sem flestir munu játa, að ógn vel megi bíða með, þangað til þeirri bliku ljettir, sem nú hefir dregið yfir. Slík: ósamræmi og ákafi er lítt skiljanlegt. Jeg er viss um að þinginu verður ekki lagt það illa út af almenningi, þótt stofnun embættisins sje frestað í þetta sinn; hitt er jeg ekki jafnviss um, að það auki vinsældir þingsins og traust, að það sje nú komið í gegn.

Það getur að vísu rætst svo vel úr öllu, að ekki þurfi að gjöra allar þær ráðstafanir landinu til bjargar, sem ráðgjörðar hafa verið. En það er ekki holt að gjöra sjer tómar glæsivonir á tvísýnum tímum ; hitt ekki úr vegi að vera varkár og enda dálítið tortrygginn, og því vil jeg segja, að fyrir geti komið, að til fleiri örþrifaráða verði að grípa en nefnd hafa verið ; það getur meira að segja rekið svo langt, að ekki verði hægt að greiða embættismönnum, þeim, sem nú eru lögmælt laun þeirra; dæmi eru til slíks, og finst. mjer það meira en lítið andkannalegt af þinginu, að fara að stofna ný embætti á slíkri tíð.