05.08.1914
Efri deild: 32. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (1791)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Framsögum. (Sigurður Stefánsson) :

Meining mín var sú, að lög þessi kæmu til framkvæmdar samkvæmt gildandi reglum. Hitt hefði verið barnaskapur, að búa þau til upp á það, að stjórninni væri í sjálfsvald sett, hve nær hún ljeti þau koma til framkvæmdar, eða hvort hún yfir höfuð framfylgdi þeim nokkurn tíma. Slíkan leikaraskap má ekki ætla þinginu, að það sje að semja lög, sem ekki þurfi að ganga í gildi fyr en 1900 og súrkál; þá mætti með sanni segja, að það þing hefði ekki haft mikið þarft að vinna, ef það færi að stytta sjer stundir með öðru eins og því.