16.07.1914
Efri deild: 10. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í B-deild Alþingistíðinda. (1811)

56. mál, varnarþing í einkamálum

Jósef Björnsson :

Að eins örstutt athugasemd.

Hæstv. ráðherra sagði, að nefndinni þyki frumvarpið að öllu leyti gott, en það fari að eins of skamt. Þetta er ekki fyllilega rjett. Það er tekið fram í áliti nefndarinuar, að hún óttist, að aukin málaferli geti leitt af frumvarpinu, ef það verður að lögum, og að færri mál en ella verði útkljáð eða jöfnuð án þess að þau komi fyrir dómstólana. Sennilegt er og að menn þykist tilneyddir að nota málfærslumenn meira en með því ástandi óbreyttu, sem nú er. Þetta telur nefndin galla, en bæturnar hins vegar lítilvægar.

Jeg vildi benda á þetta, af því að háttv. framsm. (Stgr. J) hefir láðs að gjöra það.