20.07.1914
Efri deild: 13. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (1816)

56. mál, varnarþing í einkamálum

Karl Einarsson:

Jeg greiddi atkvæði á móti frumvarpinu við síðustu umr., af því jeg taldi enga rjettarbót að því. Flest þeirra mála, sem frumvarp þetta mundi ná til, ef það yrði að lögum, eru mjög vafasöm, og því verða vitnaleiðslur að fara fram, og þá koma þessi lög ekki að neinu haldi. Dómarinn verður þá eftir sem áður að takast ferð á hendur til að yfirheyra vitnin. Jeg álít, að stjórnin eigi hægast með að laga frumvarpið og treysti henni best til þess. Hvorki þessi deild nje neðri deild fær lagfært það, svo að við megi una, allra síst á aukaþingi.