20.07.1914
Efri deild: 13. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í B-deild Alþingistíðinda. (1818)

56. mál, varnarþing í einkamálum

Karl Einarsson :

Jeg get ekki verið hæstv. ráðherra sammála um að það sje til bóta að ýmsir í námunda við sýslumenn gjörist til þess að flytja mál, nema það væru lögfræðingar. Jeg veit fáa staði, þar sem þeir geta lifað af slíku, nema þar sem þeir geta það nú þegar. En nú vill svo til, að þau mál, sem frumvarpið nær til, eru: þannig vaxin, að vitnaleiðslur verða að fara fram í þeim og þá koma þau ekki að haldi. Jeg álít því rjettast, að stjórnin fái málið aftur til meðferðar, og fjölyrði jeg ekki meira um það.