24.07.1914
Efri deild: 17. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 355 í B-deild Alþingistíðinda. (1850)

72. mál, hlutafélagsbanki

Júlíus Havsteen:

Jeg vil enn biðja hv. deildarmenn að athuga, hvort hjer sje ekki brotið á móti því einkaleyfi, er bankinn þegar hefir fengið, ef breytingartillaga hv. þm. Vestm. (K. E.) verður samþykt. Þar er sett skilyrði, sem var ekki sett, þegar bankinn var stofnaður, skilyrði, sem er alls ekki hægt að fullnægja. Hvernig á að skylda bankann til að gefa út ný hlutabrjef, þegar verst stendur á að því leyti, er upphæð hlutabrjefanna snertir. Alþingi hefir alt til þessa aldrei brotið þau einkaleyfi, sem það hefir gefið, og vona jeg það verði ekki í þetta skifti.