24.07.1914
Efri deild: 17. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í B-deild Alþingistíðinda. (1853)

72. mál, hlutafélagsbanki

Steingrímur Jónsson :

Út af þessum síðustu orðum háttv. þm. Vestm. (K. E.) áleit jeg rjettast að standa upp til að taka það fram einu sinni enn, að samþykt brtt. hans er sama sem að girða fyrir, að bankastjórnin noti frv., meðan hlutabrjef bankans standa fyrir neðan „pari“. Ef það, að setja slík skilyrði, er ekki að sýna bankanum vantraust, þá skil jeg ekki mælt mál. Jeg neita því, að kent hafi nokkurs vantrausts til bankans í ræðu minni og ræðu háttv. þm. Ísfjk. (S. St.), eða við höfum sagt nokkuð það, er rýrt geti traust á bankanum. Það þýðir ekki að neita því, að þessi breytingartillaga er ekki annað en tilraun til morðs á frv.