10.07.1914
Efri deild: 5. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (1900)

17. mál, bann gegn útflutningi á lifandi refum

Flutningsm. (Sigurður Stefánsson) :

Jeg get enn ekki verið á sama máli og háttv. þm. Seyðf. (K. F.). Með frjálsri samkepni getur svo farið, að útlendingar geti boðið hærra verð en landsmenn fá gjört, og að landsmönnum verði þannig bolað burt frá henni, er þeir sjá sjer eigi fært að keppa við þá. Auk þess getur tófurækt með íslenskum refum komist á erlendis og gjört hinn mesta skaða þeim Íslendingum, er þessa tekjugrein stunda.