06.08.1914
Efri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í B-deild Alþingistíðinda. (1944)

90. mál, lán til raflýsingar fyrir Ísafjarðarkaupstað

Steingrímur Jónsson:

Jeg var búinn að svara þessu áður. En háttv. þingm. Strandamanna (M. P.) virðist ekki hafa tekið eftir þeim hluta ræðu minnar. Hjer er um frumvarp að ræða, sem ekki hefir annað í för með sjer en útgjöld fyrir landssjóðinn, en bjargráðalögin hafa margt annað inni að halda. Aðalatriðið í þeim lögum er alt annað en að veita peninga úr landssjóði, þótt þau geti að vísu haft nokkur útgjöld í för með sjer.