06.08.1914
Efri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í B-deild Alþingistíðinda. (1946)

90. mál, lán til raflýsingar fyrir Ísafjarðarkaupstað

Forseti:

Jeg verð að líta svo á, að 25. gr. stjórnarskrárinnar eigi aðallega við stjórnina. Auk þess nær sú grein að eins til fjárlaga og fjárankalaga, en hjer er um hvorugt það að ræða. En þó jeg, samkvæmt því sem jeg hjer hefi sagt, sje sannfærður um, hvernig þetta mál eigi að úrskurða, þá vil jeg þó taka málið út af dagskrá, til þess að athuga það betur. Mun jeg taka það til úrskurðar á morgun.

Umræðum um málið frestað til næsta fundar.