24.07.1914
Neðri deild: 20. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

2. mál, sauðfjárbaðanir

Framsögumaður minni hlutans (Stefán Stefánsson):

Það urðu talsvert miklar umræður um þetta mál við 2. umr., svo að eg þarf ekki að fjölyrða um það nú.

Eins og háttv. þingmenn muna var þá samþ. sú breyting á núgildandi lögum, að stjórnarráðið var leyst undan þeirri skyldu að panta baðlyfin. En jafnframt var feld tillaga um það, að 2 greinar félli burtu úr núgildandi lögum, en þær greinar miðuðust einmitt við það, að stjórnarráðið sæi um pöntun baðlyfjanna. Þær greinar standa því óhaggaðar enn. Þess vegna hefi eg komið fram með br.till., sem fara í þá átt, að færa 4. og 5. gr. laganna í það horf, að þær sé í fullu samræmi við það, sem þegar er samþ.

Br.till. ganga út á það, að stjórnarráðið skuli skipa fyrir um það, hver baðlyf skuli nota, og skuli birta það með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Ennfremur skuli hlutaðeigandi hreppanefndir og bæjarstjórnir hlutast til um það, að allir fjáreigendur panti baðlyf í tæka tíð. Með þessum brt. er sneitt fram hjá því, sem mörgum háttv. þm. þótti athugavert við frumv. við 2. umr., sem sé því, að baðlyf yrði ekki til hjá fjáreigendum þegar til þyrfti að taka, og þar af leiðandi gæti eftirlit hreppsnefnda ekki komið að fullum notum, ef bændur hefði alls ekki baðlyfið þegar böðunin þyrfti fram að fara. Þess vefina er þetta aðhald sett fjáreigendum. Eftirlit hreppsnefnda er þó ekki breytt frá því sem nú gildir, að öðru leyti en því, að þær eru ekki skyldar til að safna og gera baðlyfjapantanir, heldur hlutast til um», að hver fjáreigandi sjái sér í tíma fyrir nægu baðlyfi, og sömuleiðis eru þær leystar frá því erfiða og vanþakkláta starfi, að krefjast peningaborgunar fyrir baðlyfin að vorinu, þegar allra verst gegnir. Það er eftir bendingu frá háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) að þessi brt. er fram komin. Honum þótti það ekki rétt að sleppa alveg eftirliti hreppsnefnda, hvað útvegun baðlyfjanna snertir, og skal eg játa, að með þessu er ennþá meiri trygging fengin fyrir almennum böðunum, en með því einu að skylda menn til að baða og leggja að eins sektir við, ef út af bregður, en eg þykist mega treysta því, að fjáreigendur sjái sér sjálfir fyrir baðlyfjum, þegar það er fyrst og fremst svo auðsær hagur að baða árlega, og á hina hliðina lögð sekt við, ef út af því bregður. Eg álít samt sem áður þessa breytingu heppilega fyrir framgang laganna hér í þinginu, og vænti þess að henni verði vel tekið. Skal eg svo ekki fara fleiri orðum um málið að sinni, en vona að till. og frum v. verði sþ. og afgr. til Ed.