30.07.1914
Sameinað þing: 3. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (2091)

102. mál, handbært fé landssjóðs komið í gull

Björn Kristjánsson:

Út af því sem háttv. þingmaður Vestm. (K. E.) og fleiri háttv. þingmenn hafa sagt um það, að tillöguna mætti skilja svo, að stjórnin ætti að heimta gull af Íslandsbanka, skal jeg taka það fram til að fyrirbyggja misskilning, að það hefir engum í nefndinni dottið í hug, að sú leið yrði farin, heldur að landsstjórnin útvegaði með hjálp bankanna gull frá útlöndum. Það hefir engum dottið í hug að skipa landsstjórninni að fara niður í Íslandsbanka og eyðileggja hann með því að heimta gullið af honum. En nefndinni var það kunnugt, að Íslandsbanki á inni fje í útlöndum, og fyrir þá inneign mætti kann ske fá fje í svipinn. Það var það sem vakti fyrir nefndinni og annað ekki.

Nú var fram komin tillaga frá 1. þm. Eyfirðinga (H. H.) og nokkrum öðrum þingmönnum um að fresta umræðunum til morguns.

Forseti bar því næst þessa tillögu undir atkvæði.