24.07.1914
Neðri deild: 20. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í B-deild Alþingistíðinda. (211)

2. mál, sauðfjárbaðanir

Sigurður Sigurðsson:

Það er að eins stutt athugasemd, sem eg vil gera, því að eg ætla mér ekki að svara þessari reiðiþrungnu ræðu háttv. 2. þm. Eyf.

(St. St.). Hún var ekki svaraverð, eins og vant er að vera, þegar menn eru í því ástandi, að geta ekki talað hitalaust um mál. En viðvíkjandi því, sem hann talaði um vanrækslu og brot á núgildandi lögum, þá bæta þessar til. raunir hans ekki úr þessu atriði. Maður gæti einmitt fremur sagt, að í staðinn fyrir að reyna að fá bætur á yfirtroðslunum, fari háttv. flutningam. undan í flæmingi og kúvendi málinu. Í stað þess að herða á ákvæðum laganna til þess að bæði stjórnarráðið og hreppsnefndir í Eyjafjarðarsýslu og víðar framfylgi lögunum út í æsar, fer flutningsm. með frumvarpi sínu undan í flæmingi, og er með því verr farið en heima setið.