13.08.1914
Sameinað þing: 9. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

130. mál, gjaldmiðill

Flutningsm. (Sveinn Björnsson) :

Það er vegna misskilnings á framsögunni, eftir því sem mjer virtist á ræðu hv. 1. þm. Gullbr. og Kjós. (B. K.), að jeg vil taka það fram, og vildi hafa tekið fram í frams., að seinni hluta till. var bætt við hana í því trausti að þá mundi alt Sþ. geta fallist á hana, enda var það beint skilyrði sumra, sem að henni standa. En hins vegar er það ekki skoðun mín, að ákvæði seinni hluta till. sje algjörlega bindandi fyrir landsstjórnina; á það, að svo sje ekki, benda meðal annars orðin „til dæmis“.