01.07.1914
Sameinað þing: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Framsögumaðurl. kjörbrjefad. (Skúli Thoroddsen) :

Fyrsta kjörbrjefadeild hefir haft til athugunar kjörbrjef þingmanna 3. kjörbrjefadeildar, og hefir ekkert það við þau að athuga, er skert geti gildi þeirra og leggur því til, að þau verði öll samþykt.

Á hinn bóginn skal þess, sð því er formið snertir, getið, að nálega í engu þeirra er getið atkvæðatölunnar, er sá tjekk, er kjörinn var, hvað þá, að getið sje um frambjóðendur eða um atkvæðin, er greidd voru alls o. fl. o. fl. Óskandi væri því að stjórnin ljeti gjöra heppilegt form, er kjörstjórnunum væri síðan hvívetna ætlað að fara eftir.

Tillaga deildarinnar er að taka öll kjörbrjefin gild.

Voru kosningarnar því næst samþyktar með öllum atkvæðum.