27.07.1914
Efri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (2179)

51. mál, vegir

Karl Finnbogason:

Jeg get ekki sjeð, að neinu sje teflt í hættu, þó að þetta mál sje samþykt nú þegar. Vestmannaeyjar eru ein sýsla og einn hreppur; sýsluvegur og hreppsvegur er því þar eitt og hið sama. Samt sem áður skal jeg ekki vera því mótfallinn, að málinu verði frestað til morguns, ef menn telja það heppilegra.

Mjer þykir ilt, að ekki sje orðið við tilmælum mínum um málsfrest — eins og fyrir kom nýlega, er jeg mæltist til, að frestað yrði sjóvátryggingarmálinu — og jeg býst við, að öðrum þyki það líka ilt. Legg jeg því lið mitt þessum tilmælum háttv. þm. Vestm. (K. E.).