27.07.1914
Efri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í B-deild Alþingistíðinda. (2180)

51. mál, vegir

Hákon Kristófersson:

Jeg verð að taka undir með háttv. þm. Ísfjk. (S. St.), að þó að þetta mál sje í sjálfu sjer einfalt og geti verið öllum ljóst, þá hefði þó verið heppilegra, að umsögn beggja málsaðilja hefði legið fyrir þinginu. Jeg veit, að ekkert er óhreint í málinu hjá háttvirtum þm. Vestm. (K. E.), en það er ókurteisi við hreppsnefndina, að leita ekki álits hennar úr því að hægt er að gjöra það á örstuttum tíma. Jeg vil því mæla með því, að málið verði tekið út af dagskrá.