01.07.1914
Sameinað þing: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í B-deild Alþingistíðinda. (2199)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Úr kirkjunni gengu þingmenn aftur til Alþingishússins, fundarsals neðri deildar. Þá er þingmenn höfðu skipað sjer til sætis, stóð ráðherra Hannes Hafstein upp og las upp tvö konungsbrjef, er svo hljóða :

V j e r Cristian hinn Tíundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg,

Gjörum kunnugt: Vjer höfum allramildilegast ákveðið, að Alþingi skuli koma saman til aukafundar miðvikudaginn 1. júlí þ. á., og viljum Vjer um þingtímann allramildilegast kveða svo á, að Alþingi þetta megi eigi, setu eiga lengur en 6 vikur.

Um leið og Vjer birtum þetta Vorum kæru og trúu þegnum á Íslandi, skipum Vjer öllum þeim, sem setu eiga að hafa á tjeðu Alþingi, að koma nefndan dag til Reykjavíkurkaupstaðar, og verður þar þá sett Alþingi eftir að guðs

þjónustugjörð hefir farið fram í dómkirkjunni.

Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sjer að hegða.

Gefið á Amalíuborg, 20. apríl 1914.

Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli.

Christian R.

(L. S.)

H. Hafstein.

Opið brjef,

sem stefnir saman Alþingi til aukafundar 1. júlí 1914.

Christian hinn Tíundi, af guðs náð Danmerkur konungur Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg.

Vjer viljum hjer með veita yður sem ráðherra Vorum fyrir Vort land Ísland umboð til þess í Voru nafni að setja Alþingi það, er koma á saman til aukafundar miðvikudaginn 1. júlí næst komandi.

Ritað á Amalíuborg 22. apríl 1914.

Undi Vrorri konunglegu hendi og innsigli.

Christian R.

(L. S.).

H. Hafstein.

Til

herra Hannesar Hafstein, K, af Dbr. og

Dbrm., Vors ráðherra fyrir Ísland.

Síðan fórust ráðherra svo orð:

Samkvæmt þessu umboði lýsi jeg því

yfir í nafni Hans hátignar konungsins, að þetta aukaþing, sem er tuttugasta og fimta löggjafarþingið síðan vjer fengum stjórnarskrána fyrir fjörutíu árum, er sett.

Stóð þá upp Sigurður Stefánsson, þm. Ísafjarðarkaupstaðar, og mælti :

Lengi lifi konungur vor, Kristján hinn Tíundi!

Tóku þingmenn undir það með níföldu húrra. —