06.07.1914
Neðri deild: 4. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

4. mál, mæling og skrásetning lóða

Einar Arnórsson:

Eg stend ekki upp til þess að mæla á móti þessu frv. Háttv. frams.m. (Sv. B.) sagði, að það hefði fengið góðan undirbúning, og skal eg ekki rengja það, en ýmislegt er í því þess eðlis, að vert væri að það yrði athugað í nefnd. — Hér á að stofna nýjan dómstól og setja nýja réttarfarslöggjöf að vissu leyti, og tel eg, að ekki megi hrapa svo að slíku, að það sé samþykt nefndarlaust. Eg leyfi mér því að stinga upp á 5 manna nefnd að lokinni umr