06.07.1914
Neðri deild: 4. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í B-deild Alþingistíðinda. (252)

16. mál, beitutekja

Guðm. Eggerz :

Ef frumv. verður að lögum, þá er sú breyting gerð, að sjómenn eiga nokkuð örðugra með að afla sér beitu á eftir, því að allar breytingar frv. miða í þá átt, að vernda, frekar en hingað til hefir átt sér stað, rétt landeiganda, en landeiganda er í þessu atriði fyllilega borgið með lögum frá 10. nóvbr. 1905. Samkv. þessum lögum getur hann með öllu bannað beitutekju fyrir landi sínu 60 faðma á sjó út.

Nú, við fyrstu umr. mun eg ekki fara frekar út í þetta mál, en á móti frv. verð eg.