15.07.1914
Neðri deild: 12. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (257)

16. mál, beitutekja

Framsögum. meiri hl. (Matthías Ólafsson:

Eins og menn sjá af nefndarálitinu, hefir nefndin klofnað, svo að einu maður í nefndinni hefir farið sér og samið sérstakt nefndarálit. Nefndarálitið sýnir, í hverju ágreiningurinn er fólginn, og læt eg mér nægja að vísa til þess. Aðeins skal eg geta þess, að meira hluta nefndarinnar þótti sektaákvæðin í 3. gr. of lág, og lagði því til að hækka þau.

Að öðru leyti sé eg ekki ástæðu til að fara frekara út í málið, ef ekki koma önnur andmæli fram en komið hafa hingað til.