09.07.1914
Neðri deild: 7. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í B-deild Alþingistíðinda. (304)

14. mál, vörutollur

Einar Arnórsson:

Mér þykir hið fornkveðna sannast á háttv. þm. S.-Þing. (P. J.), að það er hægra að kenna heilræðin en halda þau. Í gær taldi hann það ótækt að vera að breyta nýjum lögum, en nú er hann frumkvöðull að því að breyta þessum lögum (vörutollslögunum), sem ekki eru eldri en tveggja ára og þar að auki stendur svo sérstaklega á um þau, að þau eiga ekki að gilda nema til næstu ársloka. Þetta er ekki svo að skilja, að eg sé að mæla á móti frumv. því, sem hér liggur fyrir.

Þetta er aðeins sagt til að benda á samkvæmnina hjá háttv. þm. S.-Þing. (P. J.).

Háttv. þm. taldi óþarft, að setja nefnd í málið. En þar sem eg hygg, að margir aðrir þm. muni vilja koma með aðrar tillögur um breytingar á þessum lögum, vil eg leyfa mér að stinga upp á því, að kosin verði í manna nefnd í málið.