16.07.1914
Neðri deild: 13. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í B-deild Alþingistíðinda. (362)

41. mál, sjódómar og réttarfar í sjómálum

Matthías Ólafsson :

Eg verð enn og aftur að halda því fram, að menn, sem verið hafa í förum, t. d. stýrimenn, sem siglt hafa milli annarra landa hafi svo mikla þekkingu á þessum málum, sem hér um ræðir, að þeir sé hæfari til að sitja í sjódómi en þeir menn sem alls enga þekkingu hafa á slíkum málum. Eg hefði eflaust getað nefnt nöfn, ef eg hefði búist við að þurfa þess, svo mikið er hér af vélstjórum, stýrimönnum og öðrum þeim mönnum, sem verið hafa í förum. Og þó að þeir hafi ekki farið víða, þá tel eg engum vafa undirorpið, að þeir væri betri sjódómendur en t. d. bændur ofan úr sveit, eða aðrir landkrabbar.