30.07.1914
Neðri deild: 25. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

88. mál, landsdómur

Framsögum. (Einar Arnórsson):

Eg ætla mér ekki að halda langa ræðu um þetta mál. Það sýnist vera svo augljóst og óbrotið, að engin þörf sé á að skýra það framar en í nefndarálitinu er gert.

Það eru þrjár breytingar á landsdómslögunum frá 20. okt. 1905, sem meira hl. nefndarinnar hafa virst óhjákvæmilega nauðsynlegar og eigi megi bíða.

Fyrsta breytingin er um ruðningarrétt inn, að meiri jöfnuður verði þar gerður milli beggja málsaðilja, sóknara og ákærðs.

Önnur breytingin er sú, að forseti dómsins verði ávalt tekinn úr flokki hinna lögfróðu sjálfkjörnu dómenda.

Þá er þriðja breytingin um það, að tveir þriðju dómendanna nægi til þess, að dæma ráðherrann sekan, í stað fjögra fimtu, sem nú er ákveðið. Þessi uppástunga kom fram á alþingi 1905 þegar landsdómslögin vóru í smíðum, en var þó feld. Þessu er víða svo fyrir komið að einfaldur meiri hluti er látinn nægja til þess að fella sektardóm, og ætti því að vera nægilegt, þó að ekki væri krafist stærri meira hluta en tveggja þriðju af dómendunum.

Eg skal svo ekki fara fleiri orðum um málið. Eg vænti þess að háttvirt deild sjái, að hér muni nauðsyn á vera og taki frv. því vel.