31.07.1914
Neðri deild: 28. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í B-deild Alþingistíðinda. (511)

101. mál, Norðurálfuófriðurinn

Forseti (Ó. Br.):

Eg skal geta þess, að þessi fundur verður haldinn fyrir luktum dyrum. Í nótt sem leið vóru samþykt afbrigði frá þingsköpum við allar umræður málsins, og síðan hefir ekki unnist tími til að prenta breytingatillögur.

Forseti leitaði því næst leyfis um afbrigði frá þingsköpum og vóru þau leyfð og samþykt.