31.07.1914
Neðri deild: 28. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (513)

101. mál, Norðurálfuófriðurinn

Skúli Thoroddsen :

Eg stend að eins upp til að geta þess, að öll ræða háttv. þm. Dal. (B. J.) við 2. umr. var sprottin af misskilningi á orðum mínum.

Gallarnir á frumvarpinu, sem eg benti á við 1. umr. málsins, vóru lagfærðir, þ. e. bætt úr þeim flestum að vild minni, og hitt hefir mér aldrei dottið í hug, að fegra það, ef einhver notar sér annarra neyð.

En hinu verð eg að halda föstu, að ekki sé rétt að neyða menn til að rjúfa þegar gerða samninga, er þeir geta og vilja efna, og þrátt fyrir orðalag frumvarpsins vona eg, að aldrei verði gengið svo langt í framkvæmdinni.