02.08.1914
Neðri deild: 30. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í B-deild Alþingistíðinda. (523)

107. mál, gullforði Íslandsbanka

Sveinn Björnsson:

Eg gat þess í framsögu minni, hvernig stæði á því að þessi orð vóru sett inn í frumvarpið. Það kom fram í nefndinni, að samþykki Íslandsbanka þyrfti til þess að fyrirbyggja að um skaðabótaskyldu gæti orðið að ræða; menn vóru eigi á eitt mál sáttir um að þetta væri rétt, en þetta varð að samkomulagi.

Viðvíkjandi orðum háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) skal eg ekki segja annað, en aðeina benda honum á, að hér er um heimildarlög að ræða, sem ekki verður beitt, nema brýn þörf sé á. En þurfi á því að halda, þá er enginn vafi á því, að þetta er fullkomlega löglegt og í alla staði rétt.