02.08.1914
Neðri deild: 32. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í B-deild Alþingistíðinda. (533)

107. mál, gullforði Íslandsbanka

Einar Jónsson:

Í sambandi við það, sem eg sagði við 1. umr., vil eg leyfa mér að bera fram breyt. till. við 3. gr. frumv. (Ýmsir þingmenn: Það er of seint). Það get eg ekki séð, og svo er það forseta eins, að skera úr því. Breyt.till. mín er þannig, að aftan við greinina bætist :»þó svo, að engum sé varnað að taka út af innieign sinni 30 kr. á dag«. Eg kaus að fara þennan miðlunarveg, að segja 30 kr. í stað 50 kr., þó að eg sé reyndar ekki viss um nema þetta sé einnig lagabrot, því að þar sem eg þekki til sparisjóða, gildir þetta ákvæði, að þeir sem inni eiga í sjóðunum, geta tekið út duglega 50 kr. án uppsagnar.