31.07.1914
Neðri deild: 29. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 514 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

51. mál, vegir

Einar Arnórsson :

Eg get verið stuttorður. Eg vildi aðeins geta þess, að eftir þá útreið, sem önnur frumvörp eru búin að fá hér í deildinni í dag, sýnist mér réttast, að deildin verði sjálfri sér samkvæm og fari eina með þetta. Það er ekki svo ýkjamikið fé, sem sýslurnar verða að leggja til þessa vegar. Eg þekki hreppa í Árnessýslu, sem verða að leggja meira til Flóavegarins, svo að það er engin ástæða til að létta þessu viðhaldi af sýslunum. En ef deildin vísar málinu til 2. umr., þá geri eg það að tillögu minni, að því verði vísað til veganefndarinnar.