01.07.1914
Efri deild: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (6)

Deildarsetning efri deildar

Stefán Stefánsson:

Jeg læt mjer liggja það í ljettu rúmi, hvort forseta kosning fer fram í dag eða ekki. En jeg verð að taka það fram, að það tefur eigi alllítið störf þingsins, ef kosningunni verður frestað. Það verður eigi hægt að ráða neina starfsmenn við þingið fyr en annað kveld, svo bjargast verður við bráðabirgða-starfsmenn, og það er mjög óþægilegt. Enn fremur verður eigi hægt að leggja fram nein frumvörp. Annars er mjer þetta ekki neitt kappsmál að neinu leyti.