10.08.1914
Neðri deild: 39. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 547 í B-deild Alþingistíðinda. (628)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Guðmundur Hannesson :

Eg ætla að eins að leiðrétta dálítið ranghermi hjá háttv. 2. þingmanni Árn. (E. A.). Hann virtist gefa það í skyn, að prófessor Björn Ólsen hefði haldið öðru fram á fundi háskólaráðsins í vor, en háttv. 1. þm. N.-Múl. (B. H.) skýrði frá. (Einar Arnórsson : Eg sagði, að hann hefði orðað tillöguna). Eg man eftir því, að hann tók einhvern þátt í orðalaginu, en hélt þar fram alveg sömu skoðun og háttv. 1. þingm. N.-Múl. (B. H.) hefir skýrt frá.