03.07.1914
Neðri deild: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (638)

79. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Skúli Thoroddsen:

Eg stend að eins upp til þess að leggja það til, að 7 manna nefnd sé skipuð í málið, og 1. umr. þess frestað. Eg tel sem sé víst, að deildin fallist ekki á orð hins háttv. þm., sem síðast talaði, því að eg tel víst, að þjóðin standi jafnrétt fyrir því, þótt hún verji nú þegar nokkrum tugum þúsunda til ýmsra framkvæmda, í stað þess að fresta því til næsta árs.