24.07.1914
Neðri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í B-deild Alþingistíðinda. (646)

79. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Umboðsm. ráðherra (Klemenes Jónsson):

Að ekki hefir verið farið fram á heimild til útborgunar á kostnað við fánanefndina, stafar blátt áfram af því, að búið var að prenta fjáraukalagafrumv. og fá samþykki konungs til að leggja það fyrir alþingi þegar reikningarnir komu frá henni. Um hina fyrirspurnina, hvort fjárveitingarbeiðni sé væntanleg, get eg ekki sagt með vissu, enda er nægur tími til þess enn, meðan málið er ekki einu sinni komið til 2. umræðu.