18.07.1914
Neðri deild: 15. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 736 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

7. mál, girðingar

Einar Arnórsson :

Eg skal aðeins geta þess, út af þeim orðum hv. þm. S.-Þing. (P. J.), að ekki megi breyta nýjum lögum, að það er nauðsynlegt og skylt að breyta þeim lögum, sem reynslan sýnir, að eru óheppileg. Og sú reynsla getur fengist um þau lög, er hér getur, þegar á fyrsta ári.