20.07.1914
Neðri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

13. mál, Bjargráðasjóður Íslands

Framsögum. (Guðm. Hannesson):

Þó að háttv. þm. Dal. (B. J.) þyki leiðinlegt að heyra talað um, að það sé munur á því, hvernig lögin taki sig út á pappírnum og hinu, hvernig þau gefist í reyndinni, þá verð eg samt að halda því fast fram að svo sé það virðist hafa verið gengið framhjá einu meginatriði í umræðunum, sem sé því, að sameignin er ekki skert. Það vakti fyrir meiri hl. nefndarinnar, að úr því að meiri hl. fjárins er sameiginlegur, þá væri engin hætta á því, að þeir hreppar, sem nauðulega yrði staddir, fengi ekki ríflega hjálp úr hinum sameiginlega sjóði.

Svo vil eg leyfa mér að drepa stuttlega á, hvað talað var í sumum stöðum í Húnavatnssýslu um það, hvernig sjóðurinn gæti komið að notum. — Á hverju ári getur það viljað til, að hafís loki Norðurlandshöfnum, og eru dæmi til þess, að hann sé kominn í janúar. Þá er of seint að senda vörur frá Rvk til að fyrirbyggja neyð í flestum sveitum landsins. Húnvetningum hefir komið til hugar að breyta lögunum á þann hátt, að hver hreppur gæti keypt sér forða að haustinu, sem hann hefði svo fyrirliggjandi og gæti gripið til, ef á þyrfti að halda. Þetta sýndist þeim ráð, til að afstýra hallæri, sem peningar í Reykjavík gæti ekki afstýrt. Til þess að hrepparnir gæti ráðstafað fé á þennan hátt, er langhentugast, að að sé séreign þeirra. Eg vildi aðeins geta þessa til skýringar, en hitt sýnist mér að öll. um megi ljóst vera, að sjóðurinn getur ekki komið að tilætluðum notum þegar í byrjun. Til þess verður hann að vaxa, hvernig svo sem ákvæðin um hann eru. Ef til vill má segja, að allar breytingar á lögum þessum sé óþarfar meðan féð er svo litið, en úr því að uppi er hreyfing að afnema lögin með öllu vegna óánægju með einstök atriði, er ilt að fá ekki framgengt þeim breytingum, er miða til þess að gjöra menn ánægðari.