14.07.1914
Neðri deild: 11. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 789 í B-deild Alþingistíðinda. (776)

21. mál, mat á lóðum og löndum í Reykjavík

Flutningsm. (Sveinn Björnsson):

Eg skal út af ummælum háttv. þm. Dal. (B. J.) taka það fram, að eg er deildinni auðvitað mjög þakklátur fyrir það, hve greiðlega hún hefir tekið í þau mál, sem eg og háttv. samþingismaður minn höfum borið fram hér í þinginu, en eg vona, að það sé alt svo góð mál, að deildin geri ekkert ilt með því að samþykkja þau. Eg vona, að enginn finni ástæðu til, þótt rétt mál gangi fram hér í þinginu, að svifta borgara þessa bæjar þeim mannréttindum, sem þeim bera að réttu, svo sem kosningarrétti. (Bjarni Jónsson : Þeir fá að kjósa borgarstjóra). Eg átti við kosningarrétt til alþingis. Eg skal ekki fara lengra út í þetta mál, en vænti þess, að þar sem engin athugasemd hefir verið gerð v ið þetta frv., þá fái það að ganga í gegnum þingið.