10.08.1914
Neðri deild: 39. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í B-deild Alþingistíðinda. (78)

113. mál, kosningar til Alþingis

Sveinn Björnsson:

Eg geri ráð fyrir, að hafi nokkurn tíma verið ástæða til að ruglast í atkvæðagreiðslu, þá sé ástæða til þess nú, þar sem eru brtill. okkar háttv. 2. þm. Árn. (E. A.), því að eg hefi ekki heyrt getið um neinn, sem sé ráðinn í því, að greiða atkvæði á móti þeim öllum.

Það gleður mig, að fleiri en eg og þeir aðrir, sem töluðu um daginn í líka átt og minni hluti kosningalaganefndarinnar, hafa fundið til þess misréttis, sem kjördæmi mitt er beitt, að því er anertir kjördæmaskipunina. Þó vil eg taka það fram út af því sem háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) sagði, þar sem hann hélt því fram, að ef breyt. till. hans á þgskj. 451 yrði samþykt, þá þyrfti ekki að hrófla við kjördæmaskipuninni í bráðri framtíð, að eg get tæplega verið sömu skoðunar. Eg segi fyrir mig, að eg tel heppilegt, að þessi tillaga verði samþykt, þegar eg hugsa til míns kjördæmis, en hins vegar hefi eg ekki breytt þeirri skoðun minni, að ef vel á að vera, þá þurfi meiri jöfnuður að komast á að því er snertir kjördæmin, en nú á sér stað. Að öðru leyti get eg fallist á brtill. á þgskj. 451, og tel hana rétta og sanngjarna eins og málið horfir nú við.

Ef þessi breyt.till. verður samþykt, þá verður í Reykjavík einn þingmaður fyrir hverja 560–570 kjóaendur, en þó er jöfnuðurinn ekki meiri en það, að til eru tvímenningskjördæmi, og það fleiri en eitt, sem hafa færri kjósendur. Þegar litið er til þessa, þá get eg ekki trúað, að nokkur háttv. þingm. greiði atkvæði á móti þessari tillögu. (Jóhann Eyjólfsson: Hér eru 14 Reykvíkingar á þingmannabekkjunum). Það er þá eingöngu af því, að kjördæmin út um landið treysta Reykvíkingunum betur en sínum mönnum. Þegar þingmenn eru sóttir út fyrir kjördæmið, er það ekki gert að ástæðulausu. Sem sagt, eg felst á till. á þgskj. 451 og vænti þess, að hún verði samþykt. En fari nú svo ólíklega, að hún verði feld, þá er komið að aðaltillögu minni á þgskj. 444. Við hana og sömuleiðis við aukatill. mína á þgskj. 484 hefir háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) borið fram brtill. á þgskj. 449. Get eg fyrir mitt leyti fallist á hana, og nái hún atkvæði, þá tek eg allar mínar tillögur aftur, bæði aðaltill. á þgskj. 444 og aukatill. á þgskj. 434 og varatill. við viðaukatillöguna á sama þgskj. Fer þá málið að skýrast.

Eg vona að háttv. deildarmenn finni svo sárt til þess ójafnaðar, sem Reykvíkingar eru beittir í þessu efni, að þeir greiði hiklaust atkvæði með tillögunni á þgskj. 451. Er sízt að segja, að með því sé oflangt farið, því að jafnvel þótt sú tillaga næði fram að ganga, fengi Reykjavíkurkjördæmi færri fulltrúa að tiltölu við kjósendafjölda en flest ef ekki öll kjördæmi landsins.

En ef þessi tillaga verður feld, en önnur hvor tillagan á þgskj. 434 eða 444 verður samþykt, hvort sem það nú verður með þeirri breytingu, sem farið er fram á á þgskj. 449, eða ekki, þá verða þingmenn Reykvíkinga að eins þrír, og til þess að þingmönnum fjölgi ekki fyrir það, er farið fram á í aðaltillögunni, að einu tvímenningakjördæmi Norður-Múlasýslu og einu einmenningakjördæmi, Seyðisfirði, verði slengt saman og gert að einu tvímenningskjördæmi. En þetta eru langminstu kjördæmin, sem til eru í landinu.

Þó að þetta væri gert, verða að eina 3 tvímenninga kjördæmi í landinu fámennari, eitt með 666 kjósendum og hin tvö með 623 og 625 kjósendum, en 5 tvímennings kjördæmi verða fjölmennari. Hér er því ekki farið fram á mikið ranglæti. Sama gildir í raun og veru um aukatill. á þgskj. 434, en til þess að gera málið einfaldara skal eg taka hana aftur, ásamt varatill. við hana, sem á sama þgskj. er prentuð. Þá geri eg um leið ráð fyrir, að háttv. 2. þm. Arn. (E. A.) taki aftur 2. lið brt. sinnar á þgskj. 449, og yrði þá málið einfalt, ef ekki þyrfti að greiða atkvæði um annað, en brt. á þgskj. 451 og 1. lið brtl. á þgskj. 449.

Eg endurtek það, að eg geri mér góðar vonir um, að brt. á þgskj. 451 verði samþ., því að jafnvel þótt háttv. frsm. (E. A.) segðist ekki vera viss um, að allir í nefndinni væri henni fylgjandi, þá veit eg um ýmsa nefndarmennina, að þeir hafa frá upphafi verið breytingunni fylgjandi í hjarta sínu. Eg hygg, að það komi fram við atkvæðagreiðsluna, að deildin leggi mikið upp úr áliti nefndarinnar, einnig í þessu atriði.