25.07.1914
Neðri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 870 í B-deild Alþingistíðinda. (831)

34. mál, friðun fugla og eggja

Guðm. Eggerz:

Eg skal lofa hv. deild því, að vera stuttorður. Því er ekki eins varið með mig eins og háttv. þm. Dal. (B. J.). Hann virðist eiga eina bágt með að þegja og fýlungi í bjargi.

Eg hefi ekki tilefni til þess að svara háttv. þm. Rang. (E. J.) öðru en því, að það er ekki rétt að kenna erninum það, að aldrei hefir orðið fullorðin kind úr dauðu lambi, og jafnvel ekki heldur þótt ekki verði altaf úr lifandi lambi. Háttv. þm. Dal. (B. J.) sagði, að arnarhreiður hefði verið í Arnardranga, og bjóst hann við því, að eg mundi hafa séð ungana í hreiðrinu frá heimili mínu í Akureyjum, sem liggja 3 kvartmílur frá landi. Að vísu er eg nokkuð sjóndapur, en eg býst samt við því, að allskarpa sjón — skarpari en okkar háttv. þm. Dal. (B. J.) — þyrfti til þess að sjá slíkt.

En því er nú svo farið með háttv. þm. Dal. (B. J.), að hann flytur þetta frv. að vilja kjósenda sinna. Honum finst það vera skylda sín að flytja alt, sem þeir fara fram á við hann, hversu mikil firra, Sem það er.

Þó að hver bóndi í Dalasýslu vildi hafa járnbraut heim í túnið til sín, þá er eg sannfærður um, að háttv. þm. (B. J.) mundi flytja frv., sem færi fram á það. Hann færði engin rök fyrir máli sínu. Ræða hans var aðeina »mislukkaðar vittigheder« og smáhnútur, sem eg er búinn að gleyma.

Hann sagði, að hugur minn gripi ekki yfir það, sem hann hefir lært. Eg er ánægður, ef hann grípur yfir það, sem háttv. þm. (B. J.) hefir ekki lært.