16.07.1914
Neðri deild: 13. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (843)

27. mál, forðagæsla

Guðmundur Hannesson:

Eg hefi litla trú á, að lagasetning geti komið að miklum notum í þessu efni. Þetta mál veltur aðallega á menningu og þroska alþýðunnar og án þessa skilyrðis verða öll svona lög áhrifalaus. Það var rætt nokkuð um málið á þingmálafundum í Húnavatnssýslu í vor. Menn vóru óánægðir með lögin — þótti þau pappírslög, því að áminningar forðagæzlumanna kæmi að engum nótum. Þar var stungið upp á því, að gera þá breyting á lögunum, að sveitastjórnir gæti hlutast til um að fé yrði bjargað frá horfelli á kostnað eiganda. Eg verð nú að vera sammála háttv. flutningamönnum um það, að þessar breytingar eru þarfar, ef lögin á annað borð eru ekki numin úr gildi.