06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í B-deild Alþingistíðinda. (882)

39. mál, sala á jörðinni Núpi í Öxarfirði

Jóhann Eyjólfsson:

Eg hefi skrifað undir nefndarálitið með háttv. þm. S.-Þing. (P. J.), ekki vegna þess, að eg hafi mikla kunnugleika á þessum stöðum, heldur vegna hins, að mér finst það ekki geta komið til mála, að þingið geri sig að yfirdómara í svona málum. Sýslunefnd er þessu mikið kunnugri og það er ólíklegt, að málið liggi ekki betur skýrt fyrir henni en alþingi. Auk þess er miklu hægara að koma slíkum málum fram með kappi á alþingi, svo að það kveði upp ranglátan dóm. Sýslunefndum er gefið þetta vald vegna þess, að þær hafa bezt vit á því, hvað er holt og óholt í þessum málum. Og þar sem eg þekki til, hefir sýslunefnd aldrei lagt á móti sölu jarða, nema beinn óhagur gæti verið að því fyrir sýsluna, eða landið. Það er hart, ef alþingi ætlar sér að fara að taka þetta vald af sýslunefndunum og gera sig sjálft að yfirdómara. Hér er um bindandi reglu að ræða, sem ekki má víkja frá.

Frumv. tekið út af dagskrá.