07.08.1914
Neðri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 927 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

39. mál, sala á jörðinni Núpi í Öxarfirði

Jóhann Eyjólfsson:

Eg vil endurtaka það sem eg sagði í gær, að eg álít, að það megi ekki koma fyrir, að þingið selji jörð ef sýslunefnd leggur á móti sölunni. Sýslunefndin er kunnugri en þingið, og hún verður því. að bera ábyrgð á því, hvort rétt sé að framkvæma söluna eða ekki, og það er vegna þess, að sýslunefndir eru kunnugri ástæðum öllum og atvikum, að þeim er gefið vald til að gera tillögur um þetta. Eg held að hér sé ekki um þá nauðsyn að tala, að ástæða sé til að kippa af sýslunefndinni því valdi, sem hún á að hafa í þessu falli.