03.08.1914
Neðri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í B-deild Alþingistíðinda. (891)

87. mál, friðun á laxi

Frams.m. (Sigurður Sigurðsson):

Eins og tekið er fram í nefndarálitinu gat meiri hluti nefndarinnar ekki orðið á eitt mál sáttur um frumv. það, sem við þingmenn Árnesinga fluttum um þetta efni á öndverðu þingi, og afleiðingin af því varð sú, að það var tekið aftur. Hins vegar gat meiri hl. fallist á að heimila sýslunefnd Árnesinga að setja reglur um lagveiði í Hvítá og Ölfusá, eftir því sem henni þætti við eiga um þessa 36 klukkustunda friðun á viku. Eg vænti þess, að háttv. deild liti eins á málið og meiri hluti nefndarinnar og vilji leyfa þetta. Vona eg því, að frumv. verði samþykt og fái yfir höfuð að ganga greiðlega í gegnum þingið.