08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (907)

115. mál, kaup á Þorlákshöfn

Framsögum. (Einar Arnórsson):

Eg hefi í þessu máli svo sem engu við það að bæta, sem stendur um það á þskj. 343 og það, sem háttv. þm. V.-Ísf. (M.Ó.) sagði við 1. umr. annars máls, sem er heimildarlög fyrir stjórnina til að veita styrk og lán til þessa sama fyrirtækis. Þar lýsti hann þörfinni, sem á því er, að koma þessu fyrirtæki í framkvæmd, og eg ætla, að hv. þingmönnum sé það alt ljóst.

Það hagar svo til, að á Eyrarbakka og Stokkseyri er mótorbátaútvegur, en þar ill höfn. En í Þorlákahöfn geta mótorbátar alls eigi lent, svo að sá útvegur er þar útilokaður sem stendur. Og þegar svo er ilt í sjó, að mótorbátar geta ekki lent á Eyrarbakka og Stokkseyri vegna brima, þá geta þeir ekki heldur farið til Þorlákshafnar meðan svona er, þótt hins vegar opnir bát ar leiti þangað mjög oft hafnar í neyð. Háttv. þingmaður V.-Ísf. skýrði það einnig, hvera virði það væri fyrir mótorbátaútveginn, að eiga höfn þarna, og svo hitt, að fá þann útveg í Þorlákahöfn.

Það getur verið, að eitthvað sé athugavert í þessu frumvarpi í einstökum atriðum, enda er það skjótlega til orðið. En þó vildi eg biðja háttv. þingmenn að leyfa því til 2. umr. og gera þær athugasemdir þá, en fella það ekki við þessa umr. af þessum sökum.