08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 959 í B-deild Alþingistíðinda. (922)

115. mál, kaup á Þorlákshöfn

Jón Jónsson:

Það er ekki rétt hjá háttv. framsögum. (E. A.), að eg geti rétt honum hendina og verið með honum í þessu máli, þótt eg hafi flutt þau tvö frumv. sem hann nefndi. Það var í samráði við hann sjálfan og aðra flokksmenn mína, að eg bar upp fjárveitinguna til vitans og Heilsuhælisins og þegar þau mál vóru borin undir flokkinn þá skoðaði eg það svo, að þau skyldi vera þær einu fjárveitingar, sem fram ætti að ganga á þessu þingi.